Ágúst Ármann Þorláksson 23.02.1950-19.09.2011

<p>gúst Ármann Þorláksson fæddist á Skorrastað í Norðfirði 23.2. 1950. Hann var sonur hjónanna Þorláks Friðrikssonar og Jóhönnu Ármann.</p> <p>Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Sigrún Halldórsdóttir. Synir þeirra: Halldór Friðrik, Bjarni Freyr og Þorlákur Ægir.</p> <p>Ágúst lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1973, kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2004, stundaði síðan framhaldsnám og sótti endurmenntun við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla þjóðkirkjunnar 1995-96.</p> <p>Ágúst kenndi við Tónlistarskólann á Akranesi og Brekkuskóla 1973-74, við Tónskóla Neskaupstaðar 1974-82, að einu ári undanskildu, kenndi þá við Tónlistarskóla Njarðvíkur 1977-78 og var þá organisti við Njarðvíkurkirkju, var skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar 1982-2010 og organisti Norðfjarðarkirkju og Mjóafjarðarkirkju á árunum 1974-77, 1980-85 og frá 1996 til dauðadags en organisti við Grafarvogskirkju 1995-96. Hann var forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðar Fjarðabyggðar á Eskifirði 2010-2011.</p> <p>Ágúst var áratugum saman helsti forystumaður austfirsks tónlistarlífs, stjórnaði kirkjukórum, vann fyrir Kór Fjarðabyggðar og byggði upp Snælandskórinn, kór Kirkjukórasambands Austurlands, sem stjórnarmaður og formaður í Kirkjukórasambandinu. Báðum þessum kórum stjórnaði hann við ýmis tækifæri og fjölda annarra kóra. Ágúst hóf að leika fyrir dansi árið 1964 og var einn af stofnendum Blús-, rokk- og djassklúbbsins á Nesi (Brján)</p> <p>Ágúst var formaður Þróttar og Starfsmannafélags Neskaupstaðar, sat í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar og í félagsmálaráði Neskaupstaðar í átta ár. </p> <p>Ágúst hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2007.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 23. febrúar 2018, bls. 27</p> <p>Var skólastjóri Tónlistarskóla Njarðvíkur 1977-1978. Eftir sameiningu sveitarfélaganna 1994 sameinaðist skóinn <a href="http://www.ismus.is/i/location/id-1005763">Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.</a></p> <p>Sjá nánar um Ágúst Ármann í Kennaratal á Íslandi, III. bindi bls. 73.</p>

Staðir

Skólastjóri 1977-1978
Barnaskólinn á Akranesi Tónlistarkennari 1973-1974
Tónlistarkennari 1974-1979
Njarðvíkurkirkja Organisti 1977-1978
Organisti 1990-2000
Neskirkja í Neskaupstað Organisti 1975-2005
Skólastjóri 1982-2011
Tónskóli Neskaupstaðar Skólastjóri 1982-2011
Tónskóli Neskaupstaðar Tónlistarkennari 1974-1979
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Skólastjóri 1977-1978

Organisti , skólastjóri , tónlistarkennari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.02.2018