Hörn Hrafnsdóttir 15.09.1972-

<p>Hörn Hrafnsdóttir hóf sitt tónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs og í skólakór Kársnesskóla hjá Þórunni Björnsdóttur. Þaðan lá leiðin í Söngskólann í Reykjavík þar sem afi hennar, Einar Sturluson, tenór, kenndi henni. Undir lok skólagöngunnar stundaði hún einnig söngtíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur, sópran, og hefur gert reglulega síðan þá.</p> <p>Hörn hefur starfað og sungið einsöng með ýmsum kórum og komið fram sem einsöngvari á Ítalíu, Búlgaríu, Kanada og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur sótt ýmis söngnámskeið, m.a. hjá Eugenía Ratti og Anthony Hose svo einhverjir séu nefndir. Einnig hefur hún numið um skeið hjá Svanhvíti Egilsson í Vínarborg, Rubert Forbes í Edinborg og þeim Joy Mammen og Paul Ferrington nú síðast í London. Árið 2004 stofnaði Hörn tríóið Sopranos ásamt Margréti Grétarsdóttur og Svönu Berglindi Karlsdóttur (www.sopranos.is). Hafa þær stöllur haldið þó nokkra tónleika bæði á höfuðborgarsvæðinu, úti á landi sem og erlendis. Frumraun Harnar á fjölum Íslensku óperunnar var í Óperustúdíói Íslensku óperunnar í mars 2007 þar sem hún fór með hlutverk La Zia Principessa úr óperunni Suor Angelica eftir Puccini, og svo í beinu framhaldi hlutverk mamma Lucia í Cavalleria Rusticana eftir Mascagni í apríl 2007, sem var samstarfsverkefni Óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar. 2007 var hún meðal fyrstu verðlaunahafa í alþjóðlegu söngvarakeppninni „Barry Alexander International Vocal Competition”. Í kjölfar þess söng hún einsöng á tvennum tónleikum í Carnegie Hall, New York árið 2008. Hörn er einn af stofnendum Óp-hópsins sem stóð að mánaðarlegum tónleikum í Íslensku óperunni í samstarfi við Íslensku óperuna (www.op-hopurinn.is) veturinn 2009-2010.</p> <p align="right">Af ver Íslensku óperunnar (16. mars 2016)</p>

Staðir

Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Háskóli Íslands Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngkona , tónlistarmaður , tónlistarnemandi og vatnsauðlindaverkfræðingur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016