<p>Eggert lagði stund á slagverks- og píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Tónlistarháskólann í Vín, Austurríki. Hann gerðist 1sti pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1987 og hefur gegnt því starfi síðan.</p>
<p>Auk þess að kenna við ýmsa tónlistarskóla hefur hann verið félagi í ýmis konar tónlistarhópum, m.a. Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Benda, La Cappella, Wiener Bach-solisten og fleirum. Eggert er stofnfélagi í Voces Thules.</p>
<p align="right">Af vef Voces Thules (desember 2013).</p>
Hópar
Tengt efni á öðrum vefjum