Eggert Ó. Briem 05.07.1840-09.03.1893

<p>Prestur. Stúdent 1861 úr Reykjavíkurskóla. Var næstu fjögur ár við kennslu á Ísafirði og verslunarmennsku á sumrin. Próf úr prestaskóla 1867. Vígðist aðstoðarprestur að Hofi í Álftafirði 1. september 1867, fékk Höskuldsstaði 20. apríl 1871 og fékk þar lausn frá prestskap 1. apríl 1890. Fluttist til Reykjavíkur og andaðist þar. Vel gefinn maður og vel að sér um sögu landsins, ættvísi; skáldmæltur. Stundaði ritstörf af miklum krafti</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 316. </p>

Staðir

Höskuldsstaðir Prestur 20.04. 1871-°1890
Hofskirkja Aukaprestur 01.09.1867-1871

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2018