Birgir Dagbjartur Sveinsson 05.04.1939-

... Birgir hóf tónlistarnám sitt og trompetleik á Norðfirði hjá Haraldi Guðmundssyni, og síðan í Vestmannaeyjum hjá Oddgeiri Kristjánssyni og í Reykjavík hjá þeim Jóni Sigurðssyni og Birni Guðjónssyni, en þeir voru á þessum árum trompetleikarar Sinfóníunnar. Í Reykjavík sótti hann einnig námskeið fyrir stjórnendur lúðrasveita.

Birgir lék um árabil með Lúðrasveit Neskaupstaðar, Lúðrasveit Vestmannaeyja, Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveit Keflavíkur.

Starfsferillinn sem kennari hófst í Brúarlandsskóla í Mosfellssveit árið 1960, en hann fékkst við kennslu og skólastjórn í grunnskólanum þar til ársins 2000.

Birgir hóf kennslu á blásturshljóðfæri 1963 sem leiddi m.a. til þess að stofnaður var tónlistarskóli í Mosfellssveit. Hann stýrði og stjórnaði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í 40 ár...

Úr Stýrði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í 40 ár. Morgunblaðið. 5. apríl 2019, bls. 26-27

Staðir

Kennaraskóli Íslands Nemandi -1960

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Hljóðfæraleikari
Lúðrasveit Vestmannaeyja Hljóðfæraleikari
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar Stjórnandi

Nemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.04.2019