Jóhann Gunnar Jóhannsson (Jóhann Jóhannsson, Jóhann G. Jóhannsson) 19.09.1969-09.02.1018

Jóhann ólst upp á Seltjarnarnesi en fjölskyldan var líka búsett um tíma í París. Hann lauk prófi frá MR og lagði eftir það stund á nám í ensku og bókmenntafræði við HÍ. Hann lærði á básúnu og lék með lúðrasveitum á yngri árum en færði sig síðar yfir á píanó. Jóhann spilaði í rokkhljómsveitum, sú fyrsta hét Daisy Hill Puppy Farm en síðar átti hann eftir að spila með Ham og Orgelkvartettinum Apparat.

Fyrsta sólóplata Jóhanns kom út árið 2002, Englabörn, en hún var byggð á tónlist úr samnefndu leikriti. Alls urðu sólóplötur hans níu talsins en Jóhann samdi fyrir leikhús, íslenskar kvikmyndir og tók þátt í ýmsum tilraunakenndum listverkefnum fyrr á ferlinum. Hin síðustu ár gat hann sér afar gott orð sem kvikmyndatónskáld og þótti meðal fremstu manna á því sviði.

Jóhann átti farsælt samstarf við leikstjórann Denis Villeneuve. Hann samdi tónlistina við kvikmyndirnar Prisoners, Sicario og Arrival og hlaut mikið lof fyrir. Til stóð að samstarf þeirra næði líka til stórmyndarinnar Blade Runner 2049 en upp úr samstarfinu slitnaði.

Jóhann hlaut Golden Globeverðlaunin árið 2014 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, BAFTA- og Grammy-verðlauna fyrir sömu mynd. Árið 2015 var Jóhann tilnefndur til Óskars- og BAFTAverðlauna fyrir Sicario og árið 2016 var hann tilnefndur til Golden Globe- og BAFTA-verðlauna fyrir Arrival. Hann hlaut einnig tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir Arrival.

Jóhann stýrði útfærslu á hljóðmynd kvikmyndarinnar Mother! eftir Darren Aronofsky. Síðustu verk Jóhanns voru tónlist við Mandy eftir Panos Cosmatos, en með aðalhlutverk hennar fer Nicolas Cage, og The Mercy, sem skartar Colin Firth í aðalhlutverki. Þá vann hann að tónlist við kvikmynd um Maríu Magdalenu sem Rooney Mara, Chiwetel Ejiofor og Joaq

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 12. febrúar 2018, bls. 4

Af hljómsveitum sem Jóhnn lék með má nefna: Daisy Hill Puppy Farm, Ham, Fünkstraße, Tilraunaeldhúsinu, Dip, Apparati orgelkvartett og Lhooq.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Apparat Organ Quartet Hljómborðsleikari 1999-09
Daisy hill puppy farm 1985 1991
Ham Gítarleikari og Hljómborðsleikari 1992 1994
Unun Hljómborðsleikari 1984 1984

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.02.2018