Einar Sigurbjörnsson 06.05.1944-20.02.2019

<p>Prestur. Stúdent frá MR 1964 og Cand. theol. frá HÍ 7. júní 1969. Framhaldsnám í trú- og játningafræði við Lundarháskóla 1970-74 og fékk þar doktorsgráðu. Settur sóknarprestur í Ólafsfirði 25. júní 1969 og vígður 22. sama mánaðar. Lausn frá embætti 1. september 1970. Settur sóknarprestur í Hálsprestakalli 1. ágúst 1974, fékk Reynivelli 23. júní 1975. Skipaður prófessor í guðfræði með trúfræði sem aðalkennslugrein frá 1. janúar 1978. Kenndi jafnframt um tíma trúarheimspeki, embættisgjörð og hafði umsjón með messuflutningi. Forseti guðfræðideildar 1981-85, 1990-93 og 2004-2006. Varaforseti háskólaráðs 1983-1985.<br /> Í stjórn Guðfræði­stofnunar 1990-2004 og frá 2006, forstöðumaður 1995-2004 og frá 2006.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 304-07 </p>

Staðir

Ólafsfjarðarkirkja Prestur 25.06. 1969-1970
Hálskirkja Prestur 01.08. 1974-1975
Reynivallakirkja Prestur 21.06. 1975-1978

Prestur og prófessor
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 6.05.2019