Greta Salóme Stefánsdóttir 11.11.1986-

<p>Greta Salóme hóf tónlistarnám í Suzukiskóla Íslands og var síðar í Allegro Suzukiskólanum þar sem hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur. Þaðan fór hún í Tónlistarskóla Reykjavíkur og lærði undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur. Árið 2008 útskrifaðist hún úr Listaháskóla Íslands með B.Mus gráðu í fiðluleik og einnig lærði hún við Stetson University í Flórida þar sem kennari hennar var Routa Kroumouvitch.</p> <p>Greta Salóme hefur sótt ýmis námskeið og vann önnur verðlaun í Cynthia Woods Mitchell Young Artist Competition í Texas 2007. Árið 2008–9 starfaði hún sem fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í sumar sótti Greta Zephyr International Chamber Music Festival á Ítalíu. Hún starfar nú við ýmis tónlistarverkefni bæði á klassíska sviðinu sem og öðrum en mun hefja meistaranám í tónlist í haust.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 31. ágúst 2010.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Varsjárbandalagið Fiðluleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , lagahöfundur og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.05.2016