Þorkell Sigurbjörnsson 16.07.1938-30.01.2013

Þorkell fæddist í Reykjavík 16. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Einarsson biskup, og k.h., Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú.

Sigurbjörn var sonur Einars Sigurfinnssonar, bónda í Lágu-Kotey í Meðallandi, síðar á Iðu í Biskupstungum, og Gíslrúnar Sigurbergsdóttur, systur Ingibjargar, móður Aðalheiðar, alþm. og Magnúsar frétta- og dagskrárgerðarmanns Bjarnfreðsbarna. Magnea var dóttir Þorkels Magnússonar, sótara í Reykjavík, og Rannveigar Magnúsdóttur, af ætt Jóns Steingrímssonar eldprests..

Systkini Þorkels: Gíslrún kennari; Rannveig hjúkrunarfræðingur; Árni Bergur prestur sem er látinn; Einar prófessor í guðfræði við HÍ; Karl biskup; Björn, prestur í Lyngby í Danmörku sem er látinn, og Gunnar rekstrarhagfræðingur.

Eftirlifandi eiginkona Þorkels er Barbara Jane kennari og eru börn þeirra Mist Barbara tónskáld, og Sigurbjörn, verkfræðingur og framkvæmdastjóri.

Þorkell lauk stúdentsprófi frá MR 1957, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, lauk BA-prófi frá Hamline University í Minnesota í Bandaríkjunum 1959, lauk MM-prófi frá University of Illinois í Bandaríkjunum 1960 og prófi í hljómsveitarstjórn frá Académie Internationale de Musique í Nizza í Frakklandi 1959. Þá var hann á sumarnámskeiðum í Kurse für neue Musik 1962 og í Tanglewood í Bandaríkjunum 1964.

Þorkell var í hópi virtustu tónskálda þjóðarinnar en hann samdi u.þ.b. þrjú hundruð tónverk. Hann var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík í píanóleik, tónfræði og tónlistarsögu frá 1961. Þá sá hann um ýmsa tónlistarþætti fyrir Ríkisútvarpið, allt frá 1962. Þorkell var formaður Musica Nova 1964-67, formaður stjórnar Íslenskrar tónverkamiðstöðvar 1968-81 og 1987-89, var ritari Tónskáldafélags Íslands 1969-83 og formaður þess 1983-87, sat í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna og var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1982-86.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 16. júlí 2015, bls. 27.

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1957
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Hamline-háskóli, Minnesota Háskólanemi -1959
Háskólinni í Illinois Háskólanemi -1961
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1961-
Listaháskóli Íslands Tónlistarkennari -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, píanóleikari, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.07.2018