Alfreð Clausen 07.05.1918-26.11.1981

<p>Eyvindur Alfreð Clausen fæddist í Reykjavík 7.5. 1918, sonur Arreboe Clausen, bifreiðastjóra í Reykjavík, og Steinunnar Eyvindsdóttur. Hálfbræður AIfreðs, samfeðra, voru íþróttakempurnar og tviburabræðurnir Örn Clauæn hrL, faðir Jóhönnu Vigdísar, leikkonu og söngkonu, og Haukur Clausen tannlæknir. Arreboe Clauæn var bróðir Óskars rithöfundar og Axels Clausen kaupmanns, afa Andra heitins Clausen, leikara og sálfræðings, og Michaels Clausen barnalæknis.</p> <p>Alfreð ólst að mestu upp hjá ömmu sinni, Maríu Jónsdóttur.</p> <p>Fyrri kona Alfreðs var Kristin Jóhanna Engilberlsdóttir og eignuðust þau fjóra syni. Seinni kona hans var Hulda Stefánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur. Þá átti Alfreð dóttur frá því fyrir hjónaband og aðra milli kvenna.</p> <p>Alfreð stundaði nám í húsamálum, lauk sveinsprófi í þeirri grein frá Iðnskólanum í Reykjavík 1961 og varð málarameistari 1965.</p> <p>Alfreð hófungur að syngja með danshljómsveitum í Reykjavík, m.a. Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Hann hafði mjúka og seiðandi barítónrödd og varð helsti íslenski dægurlagasöngvarinn sem söng inn á hljómplötur hér á landi á sjötta áratugnum, fyrst fyrir HSH Hljómplötur og síðar fyrir Islenska tóna á vegum Tage Ammendrup. Mörg þeirra dægurlaga sem Alfreð söng inn á plötur, oft við undirleik snillinga á borð við Carl Billich, JosefFelzmann, Jan Morávek og Aage Lorange, áttu eftir að verða klassískar dægurlagaperlur.</p> <p>Á meðallaga sem Alfreð gerði feiknavinsæl má nefna <i>Kveðjnstund</i>, <i>Æskuminningu</i>, <i>Þórð sjóara</i>, <i>Gling gló</i>, <i>Luktar-Gvend</i>, <i>Harpan hljómar</i>; <i>Manstu gamla daga</i>, <i>Þín hvíta mynd</i>, <i>Hvar ertu vina</i>, <i>Lindin hvíslar</i>, <i>Í faðmi dalsins</i>, <i>Ágústnótt</i>, <i>Brúnaljósin brúni</i> sem var titillag kvikmyndarinnar <i>Moulin Rouge</i>, og <i>Ömmubæn</i>.</p> <p>Alfreð hætti á hátindi frægðar sinnar en þá var farið að styttast í Bítlana og Bob Dylan.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Svavars Gests Söngvari

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.06.2017