Einar Einarsson 20.07.1649-21.10.1690

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1664. Fór utan 1669 til náms við Hafnarháskóla. Kom aftur 1671 með embættispróf í guðfræði (attestatus). Vígður kirkjuprestur í Skálholti 1675 og fékk Garða á Álftanesi og hélt til dauðadags, 1690. Hann varð prófastur í Kjalarnesþingi 1681- dauðadags. Hann var mikill gáfumaður, andríkur og mælskur kennimaður, valmenni, virtur og elskaður af öllum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 343.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 13.05.1675-1678
Garðakirkja Prestur 1678-1690
Hítardalskirkja Prestur 24.08.1689-

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.10.2014