Torfi Jónsson 21.10.1771-10.01.1834

<p>stúdent 1790 frá Reykjavíkurskóla eldra. Nam og við Hafnarháskóla. Vígðist aðstoðarprestur til föður síns í Hruna 17. janúar 1796, fékk prestakallið 15. ágúst 1797. Varð prófastur í Árnesþingi 1798, fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 4. mars 1818 og hélt til æviloka. Settur prófastur í Rangárþingi 1824-6. Gáfumaður og vel að sér, ágætur ræðumaður en raddmaður minni, skáldmæltur, góðlyndur og brjóstgóður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 28-9.</p>

Staðir

Hrunakirkja Aukaprestur 17.01.1796-1797
Hrunakirkja Prestur 15.08.1797-1818
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 04.03.1818 -1834

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.02.2014