Þorleifur Jónsson 28.10.1845-26.07.1911

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1866, tók próf í heimspeki við Hafnarháskóla 1874, lærði og hraðritun í Þýskalandi og lauk prestaskóla 1876. Fékk Presthóla 29. ágúst 1878 og Skinnastaði 29. mars 1881 og hélt til æviloka. Þjónaði Víðirhólsprestakalli frá fardögum 1907 en þá var sóknin lögð undir Skinnastaði. Hagmæltur og sinnti talsvert málfræði og sögu.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 179-80.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 882-83 </p>

Staðir

Presthólar Prestur 29.08. 1878-1881
Skinnastaðarkirkja Prestur 29.03. 1881-1911
Víðirhólskirkja Prestur 05.1907-1911

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2019