Gunnlaugur Arngrímsson 16.öld-16.öld

Prestur. Fæddur um 1507 og dáinn um 1592. Er nefndur fyrst 1542 og er þá prestur. Hann hélt lengi Grímstungur og var líklega síðast á Hjaltabakka. 1564 var hann prófastur milli Hrútafjarðarár og Vatnsdalskvísla. Var vikið frá prestskap um 1574 vegna vanþekkingar og hirðuleysis í prestsverkum. Dæmdur til framfæris á bestu prestaköllin í Húnaþingi 1588. Hans er getið á lífi á Höskuldsstöðum 1593.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 209.

Staðir

Grímstungukirkja Prestur 16.öld-16.öld
Hjaltabakkakirkja Prestur -1574

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.06.2016