Sigurður Þ. Guðmundsson (Sigurður Þór Guðmundsson, Siggi kanslari) 17.01.1934-26.12.2012
<p>Sigurður vann við hljóðfæraleik frá 18 ára aldri og spilaði með mörgum þekktum hljómsveitum, t.d. Orion kvintett og fór með honum til Þýskalands og Marokkó að spila 1956. Síðar spilaði hann með Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og mörgum fleirum. Einnig var hann með eigin hljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum. Lengst af spilaði hann dinnertónlist á Loftleiðahótelinu, í allt um 40 ár. Alltaf vann hann dagvinnu með músíkinni hjá Kristjáni Skagfjörð og hjá Steinavör hf.</p>
<p align="right">Úr minningargrein á Mbl.is, 9. janúar 2013.</p>
Hópar
Hópur 1 | Stöður | Frá | Til |
---|---|---|---|
Eyþórs Combo | Píanóleikari | 1961-09 | 1963-09 |
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar | Píanóleikari | ||
Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar | Píanóleikari | 1952-06/08 | |
Orion-kvintett | Píanóleikari | 1956-04-17 | 1957-11/12 |
Tríó Eyþórs Þorlákssonar | Píanóleikari | 1962 | 1962 |
Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari | |
Ekki skráð | |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.07.2014