Margrét Bóasdóttir 28.11.1952-

<p>Margrét nam einsöng hjá Elísabet Erlingsdóttur við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk burtfararprófi 1975. Sama ár lauk hún tónmenntarkennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Heidelberg-Mannheim og lauk þaðan einsöngskennaraprófi og lokaprófi úr konsertdeild 1981. Einnig nam hún við við ljóðadeild Tónlistarháskólans í Stuttgart 1981-1983. Hún hefur kennt einsöng og stjórnað kórum m.a. á Ísafirði, Akureyri, í Þingeyjarsýslum og í Árnessýslu. Hún stýrir nú kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Margrét er einnig formaður Félags íslenskra tónlistarmanna. Margrét hefur lagt sérstaka áherslu á flutning barokktónlistar, ljóðasöngva og kirkjutónlistar og Íslensk Tónverkamiðstöð hefur gefið út geisladisk þar sem hún flytur íslenska kirkjutónlist ásamt Birni Steinari Sólbergssyni, orgelleikara. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum hér heima, í Bandaríkjunum og víðs vegar um Evrópu.</p> <p>Margrét og Björn Steinar stofnuðu til sumartónleika í kirkjum í Þingeyjarsýslu og í Akureyrarkirkju sumarið 1987. Árið 1999 skiptu þau með sér verkum og hafa Sumartónleikar við Mývatn og sumartónleikar í Akureyrarkirkju verið sjálfstæð verkefni síðan, en ávallt með mikla og góða samvinnu.</p> <p align="right">Af vef Akureyrarkirkju, 7. júní 2006.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri , söngkennari , söngkona og tónmenntakennari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.11.2013