Hannes Árnason 11.10.1809-01.12.1879

<p>Prestur. Stúdent 1837 frá Bessastaðaskóla 1837 og tók lærdómsprófin frá við Hafnarháskóla 1837-38. Fékk Staðastað 18. maí 1848 en um haustið var hann settur til kennslu í Reykjavíkurskóla og haf'i aðstoðarprest um veturinn en fór aftur þangað um vorið og sagði af sér prestsembættinu sama ár, 14. maí 1850 var hon­um veitt kennaraembættið í heimspeki við prestaskólann og hafði hann jafnframt á hendi stundakennslu í náttúrufræði við lærða skólann þangað til hann fékk lausn frá þeim starfa 26. september 1876. Með gjafabréfi, 15. ágúst 1878, stofnaði hann styrktarsjóð til eflingar heim­spekilegum vísindum á íslandi</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 302-3. </p>

Staðir

Staðakirkja á Staðastað Prestur 18.05. 1848-1849

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.01.2015