Einar Júlíusson 20.08.1944-

Þegar í Barnaskólanum í Keflavík var Einar fenginn til að syngja einsöng á stúkuskemmtunum og á árshátíðum hjá barnaskólanum.

„María Markan heyrði mig syngja og sagði að ég væri bjartur baritón og vildi fá mig í söngtíma, en ég var þá byrjaður í rokkinu og vildi syngja það frekar.“

Einar byrjaði að syngja með hljómsveitum í Keflavík á dansleikjum 1959 fyrst með H.J. kvintett og svo með hljómsveit Guðmundar Ingólfs gítarleikara 1960-63 en þá stofnaði hann ásamt fleirum hljómsveitina Hljóma og var fyrsti söngvari hennar. „Við spiluðum þá Cliff Richards og The Shadows-lög og gamla rokkara og lög með Presley. Þegar Bítlarnir komu fram og ég átti að syngja Twist and Shout þá vildi ég ekki öskra og söng lagið eins og Cliff Richards. Strákarnir voru ekki sáttir við það og fengu annan söngvara í Hljóma.“ Einar var þá ráðinn í hljómsveitina Pónik, sem tók upp nafnið Pónik og Einar. Hann var kosinn vinsælasti dægurlagasöngvari landsins árið 1965.

Úr Valdi rokkið frekar en klassíkina - grein um Enar 75 ára í Morgunblaðinu 20. ágúst 2019 bls. 22.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómar Söngvari 1963-10-05

Skjöl


Söngvari og verslunarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.08.2019