Þórir Jóhannsson 12.08.1965-

Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem Þórir var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrarsunds flutti hann aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann kennir einnig við Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur bassaleikari, bæði sem einleikari og með kammersveitum.

Þóri hafa verið tileinkuð einleiksverk fyrir kontrabassa og árið 2009 frumflutti hann konsertinn Ad Lucem fyrir kontrabassa og kammersveit sem Óliver Kentish samdi fyrir hann.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 12. júlí 2011.


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.10.2013