Þorbergur Ásmundsson -27.11.1659

Prestur. Varð prestur á Tjörn í Svarfaðardal 1608 -12 og fékk þar ölmusu. 1612 setti Guðbrandur biskup hann prest í Víðimýrarsókn (Glaumbæ). Varð kirkjuprestur að Hólum um 1620, fékk Miklagarð 25. maí 1635 og Grundarþing 1641. Var prófastur í Vaðlaþingi12. október 1640 til 1650. Síðast var hann kirkjuprestur á Hólum frá 1650 til æviloka. Hafði umboð Hólastóls í Svarfaðardal.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 81.

Staðir

Tjarnarkirkja Prestur 17.öld-1612
Víðimýrarkirkja Prestur 1612-1620
Hóladómkirkja Prestur 1620-1635
Miklagarðskirkja Prestur 25.05.1635-1641
Grundarkirkja Prestur 1641-1650
Hóladómkirkja Prestur 1650-1659

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.03.2017