Björn Þorgrímsson 15.10.1750-16.12.1832

<p>Prestur. Stúdent 1768 frá Skálholtsskóla. Var næstu ár skrifari hjá varalögmanni og stiftamtmanni þar til hann varð aðstoðarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 25. september 1774 og var honum veitt kallið 10. júní 1775. Varð prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1783. Fékk Setberg 25. apríl 1786 og prófastur21. apríl 1793. Hann beiddist lausnar frá því 1815 og sagði prestakallinu lausu 1816. Talinn einn besti ræðumaður fjórðungsins og talaði jafmam blaðalaust. Hann var vel að sér, alvörugefinn og gætinn en nokkuð undarlegur í skapi, hagleiksmaður hinn mesti og snillingur í öllum verkum sínum en lítill búmaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 254-55. </p>

Staðir

Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Aukaprestur 25.09.1774-1775
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 10.06.1775-1786
Setbergskirkja Prestur 25.04.1786-1816

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.03.2015