Ólafur Indriðason 15.08.1796-04.03.1861

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs biskups Vídalín 1819 með góðum vitnisburði.V'igðist 15. apríl 1821 aðstoðarprestur sr. Jóns Stefánssonar í Vallanesi og gegndi prestakallinu eftir hann til fardaga 1822. Millibilsprestur að Hólmum fardagsárið 1822-23 en varð þá aðstoðarprestur sr. Salómons Björnssonar að Dvergasteini. Fékk Kolfreyjustað 9. nóvember 1832 og hélt til æviloka. Hann var afkastamikill á ritsviðinu og margt hefur geymst. Fékk jafnan mikið lof.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 54-55. </p>

Staðir

Kolfreyjustaðarkirkja Prestur 09.11.1832-1861
Vallaneskirkja Aukaprestur 15.04.1821-1822
Hólmakirkja Prestur 1822-1823
Dvergasteinskirkja Aukaprestur 1823-1832

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 21.11.2018