Björn Magnússon 21.12.1702-23.12.1766

Prestur. Stúdent úr Hólaskóla 1722, var tvö ár djákni að Munkaþverá, lauk embættisprófi í guðfræði frá Hafnarháskóla 1726. Fékk Bergsstaði 26. apríl 1726 og skipaður prófastur Húnvetninga 3. maí 1734 Fékk næst Grenjaðarstað 11. september 1741 og var þar til dauðadags. Hann fór utan til þess að sækja um Hólabiskupsdæmi en fékk ekki. Hann var hagmæltur og til eru bæði kvæði og sálmar í handritum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 236.

Staðir

Bergsstaðir Prestur 26.04.1726-1741
Grenjaðarstaðakirkja Prestur 11.09. 1741-1766

Djákni, prestur og prófastur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.10.2017