Guido Bäumer -

Guido Bäumer er frá Þýskalandi og fluttist til Íslands árið 2000. Hann stundaði tónlistarnám í Bremen í Þýskalandi og lauk kennaraprófum bæði á saxófón og þverflautu. Hann stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Basel þar sem hann lauk einleikaraprófi með hæstu einkunn og við Bowling Green State University í Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann lauk Artist Certificate. Í Sviss kenndi Guido m.a. við Tónlistarskólann í Luzern og lék á barítón-saxófón í saxófónkvartettinum Mit-links. Guido hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, einnig hefur hann leikið einleik í saxófónkonsert eftir J. Ibert og frumflutt verk eftir íslensk tónskáld. Hann kennir við Tónlistarskólann í Kópavogi og við Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar í Reykjavík.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 26. ágúst 2008.


Tengt efni á öðrum vefjum

Saxófónleikari, tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.10.2013