Ólafur Ólafsson 25.04.1806-07.02.1883

<p>Prestur. Stúdentsvottorð frá Lárusi sýslumanni Thorarensen. Fékk Hvamm í Laxárdal 7. apríl 1852, Reynistaðaklaustur 19. apríl 1853, Dýrafjarðarþing 2. apríl 1864 en Hvamm í Laxárdal aftur 23. ágúst 1866, fékk Fagranes 15. febrúar 1875 og fékk lausn frá prestskap 1877. Kennimaður og raddmaður góður, skáldmæltur, mesti greiðamaður en hviklyndur og nokkuð drykkfelldur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 69-70. </p>

Staðir

Hvammskirkja í Dölum Prestur 07.04.1852-1853
Reynistaðarkirkja Prestur 19.04.1853-1864
Mýrakirkja Prestur 02.04.1864-1866
Hvammskirkja í Dölum Prestur 23.08.1866-1875
Fagraneskirkja Prestur 15.02.1875-1877

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.07.2015