Páll Erasmusson 1566-14.01.1642

Nam í Skálholtsskóla og dvaldi allengi erlendis við nám enda sagður vel að sér.Vígðist sem prestur 1591 og var aðstoðarprestur föður síns að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann var kirkjuprestur í Skálholti a.m.k. 1605-8 en fékk þá Hrepphóla 4. júlí 1608. Gerðist aftur kirkjuprestur í Skálholti 1635 og var það til 1639. Fluttist þá að Skúmsstöðum í Landeyjum og andaðist þar. Talinn merkismaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 113-14.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Aukaprestur 1591-
Skálholtsdómkirkja Prestur 1605-1608
Hrepphólakirkja Prestur 04.07.1608-1635
Skálholtsdómkirkja Prestur 1635-1639

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.03.2014