Ásmundur Pálsson 04.1726-17.01.1803

<p>Prestur. Stúdent 1747 frá Hólum. Varð djákni að Þingeyraklaustri 1748, fékk Blöndudalshóla 16. nóvember 1754 og vígðist þangað 4. maí 1755. Var þennan vetur enn djákni. Fékk Auðkúlu 18. nóvember 1772 og hélt til dauðadags. Talinn allvel gáfaður, stilltur og gætinn en þó fjörmaður, nokkuð hagorður en ekki mikill búsýslumaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 104. </p>

Staðir

Blöndudalshólakirkja Prestur 04.05.1755-1772
Auðkúlukirkja Prestur 18.11.1772-1803

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.01.2019