Friðrik Þórarinsson 1763-10.02.1817

Prestur fæddur um 12. júlí 1763. Stúdent frá Hólaskóla 1785. Las guðfræði við Hafnarháskóla 1786. Kom aftur til landsins 1789 og vígðist aðstoðarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi og var þar fyrst um sinn en síðan fjögur ár í Víðidalstungu. Skipaður varaprófastur í Húnaþingi 12. maí 1794. Fékk Breiðabólstað 21. júlí 1794 og hélt til dauðadags. Hann var hógvær maður og siðprúður, raddmaður mikill og orðlagður fyrir það, kunni vel söng en meiri auðmaður en gáfumaður.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 25-26.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Aukaprestur 01.11.1789-
Víðidalstungukirkja Prestur 18,öld-18.öld
Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Prestur 21.07.1794-1817

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.06.2016