Ásta Kristín Pjetursdóttir 1996-

Ásta Kristín Pjetursdóttir er fædd í Reykjavík árið 1996. Þriggja ára gömul hóf hún víólunám við Suzuki-tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Sarah Buckley var kennari hennar. Árið 2015 lauk hún framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þórunnar Óskar Marinósdóttur og hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hún stundar nú BA-nám við Konunglega danska konservatoríið þar sem kennari hennar er Tim Frederiksen.

Ásta Kristín hefur sótt meistaranámskeið hjá hljóðfæraleikurum á borð við Nobuko Imai, Lars Anders Tomter og Danska strengjakvartettinum. Árið 2015 sigraði hún einleikarakeppni Tónlistarskólans í Reykjavík og lék í kjölfarið einleik með hljómsveit skólans. Hún er handhafi fjölmargra styrkja og hlaut hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar aðeins ellefu ára gömul. Ásta hefur gegnt stöðu leiðara Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og uppfærslumanns í Orkester Norden. Einnig hefur hún spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar, ásamt því að vera meðlimur Hindsgavl Nordic Chamber Ensemble. Ásta Kristín spilar á Guldbrand Enger víólu, sem smíðuð var í Kaupmannahöfn árið 1866.

Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands - desember 2019

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1999-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2015
Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn 2015-

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarnemandi og víóluleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.12.2019