Högni Jónsson 16.öld-

Orðinn prestur í Stóra-Dal 1602, bjó á Seljalandi. Fékk Stafafell 1616. Var prófastur í Skaftafellsþingi (var það a.m.k. 1629). Hann var dæmdur frá kjól og kalli fyrir hórdómsbrot en hafði áður átt barn í frillulífi. Dugandi maður og mikils metinn, talinn hraustmenni að burðum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 380.

Staðir

Stafafellskirkja Prestur 1616-
Stóradalskirkja Prestur 1602-1616

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.03.2019