Bjarni Ólafsson -1653
Prestur. Víst er að hann var prestur að Munkaþverárklaustri 1599-1604 og frá 1604 í Blöndudalshólum en óvíst hve lengi. 20. maí 1611 þjónaði hann Bólstaðarhlíð eftir það fékk hann Vesturhópshóla (ekki vitað hvenær) og fékk leyfi árið 1640 til þess að skipta á þeim og Hjaltabakka og hélt til dauðadags.
Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 184.
Hugsanlega hefur hann þjónað Bægisá árið 1600 ásamt Munkaþverá því í bók SVens og Hannesar er Bjarni Ólafsson skráður preestur á Bægisá árið 1600 og reyndar til 23. september. Ekki er annan Bjarna Ólafsson að finna í skrám þannig að þetta er hugsanlegt.
Staðir
Munkaþverárkirkja | Prestur | 1599-1604 |
Bólstaðarhlíðarkirkja | Prestur | 20.05.1611- |
Vesturhópshólakirkja | Prestur | -1640 |
Hjaltabakkakirkja | Prestur | 1640-1653 |
Blöndudalshólakirkja | Prestur | 1604- |

Prestur | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.04.2017