Magnús Elíasson 21.06.1911-11.11.2005

Magnus Eliason fæddist 21. júní 1911. Foreldrar hans voru Guðmundur Elíasson, sonur Elíasar Vigfússonar, frá Görðum undir Snæfellsjökli, og Margrét Sveinsdóttir Þorsteinssonar frá Fosshóli í Víðidal. Guðmundur flutti frá Íslandi til Norður-Dakóta 1891, en hann var systursonur Ragnhildar á Mæri, konu Jóns á Mæri og móður Jósefs á Mæri. Margrét var gift Sveini Þorsteinssyni sem dó 1898. Hún var þá ekkja með tvö börn og flutti til Winnipeg 2. ágúst 1900. Foreldrar Magnusar bjuggu á bænum Norður Laufhóli í Árnesi, skammt fyrir norðan Gimli. Þar fæddist Magnus. Hann var erindreki Nýja demókrataflokksins í 14 ár og borgarfulltrúi í Winnipeg í fimm kjörtímabil, frá 1968 til 1989, þegar hann lét formlega af embætti. Um tíma var hann aðstoðarborgarstjóri og starfaði því sem borgarstjóri í fjarveru borgarstjórans. Er hann eini maðurinn af íslenskum ættum sem gegnt hefur því embætti í Winnipeg og talaði íslensku sem slíkur á opinberum fundi. Árið 1965 kvæntist Magnus Catherine (Kay) MacFarlane. Hún stóð við hlið manns síns í stjórnmálunum og saman stofnuðu þau með Jim Maloway tryggingafyrirtæki 1978. Kay andaðist árið 2000. Magnus fæddist með um 10% sjón og sjóndepran auðveldaði honum ekki lífið en hann lagði alla tíð áherslu á það sem hann gat gert og studdist við kynni sín af Dale Carnegie í því efni. Hann var eftirsóttur ræðumaður, talaði góða íslensku og var þekktur fyrir mikla ljóðakunnáttu. Guttormur J. Guttormsson frá Riverton var í uppáhaldi og kunni hann öll ljóð skáldsins utanbókar. Kvæðið langa, Sandy Bar, skipaði sérstakan sess hjá Magnusi og fór hann gjarnan með það allt eða hluta úr því á mannamótum, sér í lagi þegar Íslendinga bar að garði. Íslensk málefni voru Magnusi sérlega mikilvæg og lagði hann sitt af mörkum í íslenska samfélaginu í Manitoba. Norræna húsið, eins og hann kallaði Miðstöð Skandinavíu (Scandinavian Centre) í Winnipeg, var honum mikilvægt og var hann þar lengi í fararbroddi auk þess sem hann vann að fjáröflun fyrir húsið og starfsemi þess þar til yfir lauk. Hann heimsótti Ísland sex sinnum, fyrst 1979, og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 2002.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

51 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Segir frá drauga- og álfatrú í Árnesbyggðinni, einkum á meðal fiskimanna. Segir frá hvernig móðir ha Magnús Elíasson 50019
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Látinn maður vitjaði Helga, bróður Magnúsar, í draumi og bjargaði Helga og skipsáhöfn hans frá drukk Magnús Elíasson 50020
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Magnús spurður út í nykra eða skrímsli í vatni. Magnús kannast ekkert við slíkt. Magnús Elíasson 50021
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Segir frá ljósi sem sást úti á vatninu snemma árs, sem ekki átti að vera þar. Á föstudaginn langa ko Magnús Elíasson 50022
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Segir frá fylgjum, skottum eða Írafellsmóra, sem fylgdu fólki í Norður-Dakóta. Magnús Elíasson 50023
16.09.1972 SÁM 91/2781 EF Spurt út í draugatrú, indíánadrauga eða draugatrú Úkraínumanna. Magnús Elíasson 50024
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá draumi manns sem boðaði feigð þriggja veiðimanna. Magnús Elíasson 50025
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús er spurður út í sögur sem honum voru sagðar í æsku. Hann segir vísu sem fannst í vasa á móður Magnús Elíasson 50026
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í ævintýrasögur, álfasögur og tröllasögur. Segir að eitthvað hafi verið lesið um s Magnús Elíasson 50027
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í álagabletti eða bannhelgi í Nýja-Íslandi. Talar um bannhelgi á sunnudögum eða ný Magnús Elíasson 50028
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá rímnakveðskap á kvöldin um veturna. Sömuleiðis frá lestri á veturnar og lestrarfélö Magnús Elíasson 50029
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Fjallað um kveðskap sem var fluttur á meðan fólk vann á kvöldin eða við veiðar. Magnús Elíasson 50030
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá helstu hagyrðingunum í Nýja-Íslandi. Fer með vísuna: Hófagnýs um hálan ís, eftir Þo Magnús Elíasson 50031
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá kvæðum sem tengjast kosningum í Vesturheimi. Hann segir vísurnar: Gestur og Jóhann Magnús Elíasson 50032
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá kveðskap föður síns. Segir vísur eftir föður sinn: Af því Hrólfur gat hann ginnt, A Magnús Elíasson 50033
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús segir frá tækifærisvísum, meðal annars vísur eftir Óla Jóhannsson: Við lögðum af stað út í há Magnús Elíasson 50034
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús rifjar upp kveðskap kvenna í Vesturheimi. Hann flytur kvæði sem kennt er við Guðrúnu móður Hj Magnús Elíasson 50035
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í húslestra og kirkjusókn í Nýja Íslandi. Magnús Elíasson 50036
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í gátur. Magnús Elíasson 50037
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í hvort það voru karlar eða konur sem sögðu helst draugasögur. Magnús Elíasson 50038
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í sálmasöng á heimilum. Magnús Elíasson 50039
16.09.1972 SÁM 91/2782 EF Magnús spurður út í lækningar, lækna og húsráð. Magnús Elíasson 50040
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús spurður út í heimalækningar og hómapatalækningar. Sömuleiðis út í steinolíuinntöku, dropa og Magnús Elíasson 50041
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús spurður út í huldufólk og heyrði huldufólkssögur frá Ísland. Magnús Elíasson 50042
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús segir frá matarræði í æsku. Magnús Elíasson 50043
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Spurður út í fatnað í bernsku. Sömuleiðis út í ullarvinnu. Magnús Elíasson 50044
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús spurður út í samkomur heima og heiman. Fjallað um leikfélög. Sagt frá íþróttum, leikjum og sk Magnús Elíasson 50045
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús er spurður út í söng á skemmtunum. Talar um "goðgá" að dansa eða snerta brennivín á jólum. Se Magnús Elíasson 50046
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Spurður út í þrettándabrennur og jólasiði. Magnús Elíasson 50047
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús spurður út í gjafir í kringum jólin. Magnús Elíasson 50048
16.09.1972 SÁM 91/2783 EF Magnús segir frá skóm og skóbúnaði frá æsku sinni. Magnús Elíasson 50049
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Magnús talar um draumar og draumtákn, einkum fyrir veðri og góðum afla. Magnús Elíasson 50099
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Spurður út í Sergeant Anderson, sem var bróðir Guðmundar Fjeldsted þingmanns. Af Anderson eru til ým Magnús Elíasson 50100
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Vísa um tvo menn sem fóru að Peace River að veiða lax, eftir Óla Jóhannsson: Þótt þeir langförlir le Magnús Elíasson 50101
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Vísa eftir Káinn um prestana á kirkjuþinginu: Í lágri bygging buska hjá. Magnús Elíasson 50102
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Erindi úr vísum eftir þá Þorstein móðurbróður Magnúsar og Björn Stefánsson: Ef þú finnur einhvurt si Magnús Elíasson 50103
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Fer með vísur eftir Björn Stefánsson: Hvar sem hann viðkenndist byggð. Mátti ekki birta á prenti fyr Magnús Elíasson 50104
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Brot úr kosningabrag eftir föður Magnúsar og Balda Halldórsson: Að bannsyngja alla, það bezt líkar m Magnús Elíasson 50105
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Magnús spurður út í sögur af indíánum. Indíánar sem töluðu íslensku. Magnús Elíasson 50106
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Magnús telur að á landnámsárunum hafi indíánar sagt Íslendingunum sögur. Magnús Elíasson 50107
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Segir frá Balda Anderson sem ól upp sleðahunda við góðan orðstý. Sömuleiðis frændi Balda, Sigurjón Í Magnús Elíasson 50108
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Magnús ræðir hversvegna Árnestanginn heitir Drunken Point. Magnús Elíasson 50109
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Reimleikar á Laufhóli í Nýja-Íslandi. Magnús Elíasson 50110
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Menn dreymir fyrir dauða annarra manna. Magnús Elíasson 50111
27.09.1972 SÁM 91/2787 EF Um Hrólf sem sagðir föður Magnúsar að hann ætti 8 ár eftir ólifuð, sem stóð heima. Magnús Elíasson 50112
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá uppruna sínum og foreldra sinna. Magnús Elíasson 50113
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá því sem foreldrar sínir sögðu honum frá Íslandi í bernsku. Til dæmis frá hungrinu. Magnús Elíasson 50114
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá bakgrunni og menntun sinni. Magnús Elíasson 50115
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá lestri og kveðskap í uppvexti sínum. Magnús segist kunna dálítið í Númarímum. Magnús Elíasson 50116
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá búsetuþróun sinni, frá Peace River og vestur að hafi, þar sem hann komst inn í viðs Magnús Elíasson 50117
27.09.1972 SÁM 91/2788 EF Magnús segir frá störfum sínum sem tryggingasali og síðar sem stjórnmálamaður. Segir frá ýmsu sem mó Magnús Elíasson 50118

Eiríkur Valdimarsson uppfærði 31.03.2020