Þorgerður Edda Hall 26.04.1989-

<p>Þorgerður Edda Hall sellóleikari er fædd 1989 í Reykjavík og hóf tónlistarnám sitt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Haustið 2006 innritaðist hún á Diplomabraut Listaháskóla Íslands hjá Gunnari Kvaran prófessor og útskrifaðist þaðan vorið 2008. Veturinn 2008–09 stundaði hún nám við Barratt Due Musikkinstitutt í Ósló undir handleiðslu Bjørns Solum. Síðastliðinn vetur stundaði hún nám við Listaháskóla Íslands og lauk B.Mus. gráðu þaðan í vor.</p> <p>Þorgerður hefur stundað ýmis konar tónlistariðkan og hefur leikið með strengjakvartett, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Hún hefur tekið þátt í hljómsveitar- og kammerverkefnum, meðal annars á Tónlistarhátíð unga fólksins, með listamönnum á borð við Nikolaj Znaider, Krzysztof Penderecki og Sigurbjörn Bernharðsson.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 27. júlí 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013