Poul Bernburg (Poul Ottó Bernburg) 08.10.1913-11.09.1993

<p>... Bernburg [eldri] hafði löngum hljómsveitir starfandi, eða þegar tilefni gáfust. Synina æfði hann þá til að vera með slagverkið. Fyrstu Pétur og síðar Polla. Polli var því ekki hár í loftinu þegar hann var farinn að spila á konsertum með pabba sínum í Bárunni, Góðtemplarahúsinu eða Hótel Íslandi. Árin liðu og þar kom að Polli var því eftirsóttur í hljómsveitir með innlendum og erlendum hljóðfæraleikurum, því að þeir urðu æ fleiri sem ráðnir voru til hljóðfæraleiks hér í Reykjavík. Þannig lék hann á Hótel Skjaldbreið og „White Star" Restorante með útlendingum.</p> Það var svo ekki fyrr en um 1935 sem hann byrjaði að leika með alíslenskri hljómsveit. Það var hljómsveit Aage Lorange, fyrst í Iðnó og síðar Oddfellowhúsinu.</p> <p>Á þessum árum varð vakning mikil meðal íslenskra hljóðfæraleikara, en félagið okkar FÍH var þá aðeins þriggja ára og varla félag nema aðeins að nafninu til. Það var svo fyrir elju formannsins okkar, Bjarna Böðvarssonar, sem hjólin foru að snúast og við fengum alvöru áhuga fyrir félaginu okkar. Það varð síðar til þess að Polli tók að sér áríðandi störf fyrir félagið. Hann var settur sem fjármálaritari FÍH og starfaði ötullega að fjáröflun fyrir félagið í mörg ár. Einnig annaðist hann innkaupasamband félagsins sem var mjög vinsæll og þarflegur þáttur. Polli hafði undirstöðu í verslunarmennsku frá því að hann var innanbúðarmaður í matvöruverslun Guðmundar Gunnlaugssonar við Barónsstíg. Hann var einkarlega lipur og glaður við þau störf. Honum var svo eðlilegt að þjóna náunganum, hver svo sem hann var. Síðar á ævinni, þegar hann hætti að spila, snéri hann sér algjörlega að verslun með hljóðfæri. Hann stofnaði nú „Hljóðfæraverslun Pouls Bernburgs" í félagi við Pál H. Pálsson. Áttu þeir nú langt og gott samstarf, fyrst með verslun á Vitastíg og síðar verslun við Rauðarárstíg, þar til Polli drósig í hlé. Verslunin nýtur enn hins landsþekkta nafns „Hljóðfæraverslun Pouls Bernburgs“ og er hún rekin af öðrum eigendum í dag...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 19. september 1993, bls. 30.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Aage Lorange Trommuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.12.2015