Gunnar Hallgrímsson (Jón Gunnar Hallgrímsson Sandholt) 16.08.1896-20.01.1958

Íslendingabók segir Gunnar hafa verið bíóstjóra og rafvirki á Ísafirði 1930.

Í bókinni Skært lúðrar hljóma – Saga íslenskra lúðrasveita er Gunnar nafngreindur á mynd af Lúðrasveit Ísafjarðar frá 1921. Einnig segir (bls. 207) að á fundi 11. janúar 1923 haf Karl Ottó Runólfsson tekið að sér að segja Gunnari til í hljómsveitarstjórn með það fyrir augum að hann tæki við að stjórna sveitarinnar, sem Gunnar svo gerði síðar sama ár. Árið 1940 er enn stofnuð lúðrasveit á Ísafirði og er Gunnar á mynd af þeirri sveit sem stjórnandi. Ekki er ljóst hve lengi hann starfaði með sveitinni sem sögð er hafa hætt vegna mannfæðar á miðju ári 1945 (bls. 209).

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Ísafjarðar Stjórnandi 1923
Lúðrasveit Ísafjarðar 1921

Tengt efni á öðrum vefjum

Rafvirki og stjórnandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.12.2015