Guðrún Ó. Melax 15.09.1904-26.07.1999

Guðrún Ó. Melax fæddist í Haganesi í Fljótum í Skagafirði 15. september 1904. Foreldrar hennar voru Olafur Jónsson, f. 17. mars 1868 í Kjósarsýslu, d. 7. júlí 1948 í Haganesi, og kona hans, Jórunn Stefánsdóttir, f. 25. júlí 1879 í Haganesi, d. 4. september 1968.

Hinn 18. nóvember 1928 giftist Guðrún sr. Stanley Melax (fæddur Guðmundsson) sem var prestur á Barði í Fljótum frá 1920-1931. Þau fluttu að Breiðabólstað í Vesturhópi vorið 1931, þar sem sr. Stanley var prestur í 29 ár, til 1960. Fluttust þau þá til Reykjavíkur í Ljósheima 4. Eftir lát eiginmanns, 20. júní 1969, bjó Guðrún ein á sama stað til 1993, er hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavfk sem var heimili hennar í sex og hálft ár.

Börn þeirra eru þessi: Bragi, f. 1.9. 1929, búsettur í Kópavogi; Haukur, f. 24.2. 1932, búsettur í Calgary í Kanada; Guðrún, f. 26.6. 1933, búsett í Kópavogi; Jórunn, f. 9.12. 1935, búsett í Reykjavík; og Björk, f. 19.8. 1941, búsett í Reykjavík. Barnabörnin eru 17, barnabarnabörnin 20.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 4. ágúst 1999, bls 42.

Staðir

Barðskirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014