Alda Ingibergsdóttir 24.08.1962-

<p>Alda Ingibergsdóttir lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1994 undir leiðsögn Dóru Reyndal og Ólafs Vignis Albertssonar og sama ár hóf hún framhaldsnám við Trinity College of Music í London, þar sem aðalkennari hennar var Teresa Cahill. Þaðan lauk hún Fellowship Diploma vorið 1996. Í uppfærslum Trinity College of Music hefur Alda sungið hlutverk Paminu í Töfraflautunni og hlutverk Lillian Russel í Mother of us all eftir Virgil Thomson.</p> <p>Alda hefur farið með mörg hlutverk í óperum hérlendis svo sem Næturdrottningunnar í Töfraflautu Mozarts, Dísu í Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar, Arzenu í Sígaunabaróni J. Strauss, Helenu Fögru í samnefndri óperu eftir Offenbach og Kátu ekkjuna í samnefndri óperettu eftir Lehar. Þá hefur Alda haldið tónleika víða og komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum kórum og árið 2002 kom út geisladiskur með söng hennar: Ég elska þig.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Sigurjónssafni 30. ágúst 2005 – tónleikaskrá.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.10.2013