Björn Kristjánsson 26.02.1858-13.08.1939

<p>Björn Kristjánsson fæddist á Hreiðurborg í Flóa. Hann ólst upp við erfið kjör eins og altítt var um unglinga á þeim tímum En hann var snemma duglegur og fylginn sér, hvort heldur var við fiskidrátt eða vinnu til sveita. Björn var fjölhæfur gáfumaður. Hann lærði skósmíði og stundaði þá iðn um skeið. Hann setti á stofn verzlun í Reykjavík og dafnaði hún vel og naut trausts og álits. Hann stundaði bókhaldsstörf og var um tíma bæjargjaldkeri í Reykjavík. Árið 1900 varð hann bankastjóri í Landsbankanum. </p> <p>Björn átti mörg áhugamál. Hann hafði mikinn áhuga á málmvinnslu og á fullorðinsárum nam hann steinafræði í Þýzkalandi. Björn tók mikinn þátt í stjórnmálum og sat á Alþingi yfir 30 ár, og 1917 þegar fyrst var mynduð þriggja manna ríkisstjórn hér á landi varð hann ráðherra í ráðuneyti Jóns Magnússonar. </p> <p>Björn var gæddur góðum tónlistarhæfileikum. Ungur lærði hann að leika á harmoníum. Og 1878-\\\'9 og aftur 1882-83 dvaldi hann í Kaupmannahöfn og lærði söngfræði. Ritaði hann af þekkingu og glöggskyggni ýmislegt um tónlistarmálefni. - Árið 1888 gaf hann út söngfræði - Stafróf söngfræðinnar - og kom sú bók út aftur 1922. Er hún einhver hin ítarlegasta bók um söngfræði sem gefin hefur verið út á Íslandi. Björn var 3 ár kirkjuorganisti á Akureyri. Hann samdi nokkur sönglög, eru tvö þeirra prentuð í Íslenzku söngvasafni og eitt (sálmalag ) </p><p> Organtónum Brynjólfs Þorlákssonar. Arið 1891 kom út lítil bók. A titilsíðu stendur: „Nokkur fjórrödduð sálmalög. Viðbót og umbót við Kirkjusöngsbækur Jónasar Helgasonar. Safnað hafa og búið til prentunar síra St. Thorarensen og Björn Kristjánsson, Reykjavík. Á kostnað Sigfúsar Eymundssonar. Ísafoldarprentsmiðja. 1891.“ - Í þessu hefti eru tvö lög, sem kölluð eru „Íslenzk lög“. En Sigf. Eym. segir í formála hver sé höfundur, en það er Björn Kristjánsson. Þessi lög, „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ og „Ó, blessa Guð, vort feðrafrón“ eru nú bæði í sálmasöngsbók vorri og eru oft sungin við messur og aðrar kirkjulegar athafnir. Björn dó 13. ágúst 1939. </p> <p align="right">P.H. Organistablaðið. 1. maí 1969, bls. 22.</p>

Staðir

Akureyrarkirkja Organisti 1881-1882

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014