Sigurbjörn Ingþórsson (Bjössi bassi) 17.07.1934-06.07.1986

Foreldrar: Ingþór Bjarni Sigurbjörnsson, málarameistari í Reykjavík, f. 5. júní 1909 á Kamphóli í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, d. 27. apríl 1992, og k. h. Una Pétursdóttir, f. 16. febrúar 1896 á Sauðanesi á Ásum, Austur-Húnavatnssýslu, d. 23. maí 1993.

Námsferill: Gekk í Gagnfræðaskólann á Selfossi; stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Hamborg, Þýskalandi 1959-1963.

Starfsferill: Lék í hljómsveit Óskars Guðmundssonar, Selfossi, tríói Árna Elfar á Akureyri 1953-1954, hljómsveit Svavars Gests 1954-1955, Orion kvintett Eyþórs Þorlákssonar 1955-1956, KK-sextett í Þýskalandi sumarið 1955 og hljómsveit Gunnars Ormslev sumarið 1957 í Moskvu; lék auk þess með Sinfóníuhljómsveit Íslands í 20 ár að námi loknu; vann síðustu árin hjá Olís.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Gunnars Ormslev Bassaleikari
Hljómsveit Hauks Morthens Bassaleikari 1962-01-01 1963
KK-sextett Bassaleikari 1955-06/08 1955-09/11
Orion-kvintett Bassaleikari 1956-04-17

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2016