Jón Helgason 28.12.1699-1784

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla um 1718 með heldur góðum vitnisburði. Vígðist 19. nóvember 1719 sem aðstoðarprestur föður síns að Staðarhrauni en veiktist af hjárænuhætti í árslok 1720 og kom faðir hans honum til systur hans á Hólum þar sem honum batnaði, Fékk Hvanneyri 24. mars 1721, settur prestur í Hofsþingum 1744 og fékk það brauð 1745 en hætti prestskap 16. febrúar 1758. Andaðist í Mýrakoti á Höfðaströnd úr harðrétti. Harboe taldi hann lærðan mann en mjög sérlundaðan, var og þunglyndur og jafnan bláfætækur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 150-51.

Staðir

Staðarhraunskirkja Aukaprestur 19.11.1719-1721
Hvanneyrarkirkja Prestur 24.03.1721-1744
Hofskirkja Prestur 1744-1758

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.09.2014