Björn Jónsson 1736-12.09.1808

<p>Stúdent frá Skálholtsskóla 6. maí 1755. Var fimm ár djákni í Hítardal en vígðist 12. maí 1761 að Meðallandsþingum. Sat í Hólmaseli. Átti í erjum við menn þar, m.a. sýslumann enda talinn óbilgjarn en búhöldur góður, kennimaður í meðallagi, og þó raddmaður góður, undarlegur í tali, stórbrotinn og óvæginn og eru ýmsar sagnir af honum. Sagði Meðallandsþingum lausum 4. apríl 1784, Fékk Kaldaðarnes 19. ágúst 1784, Hvalsnesprestakall 24. desember 1785 og bjó á Löndum. Fékk Hrepphóla og var þar til dauðadags og neitaði að láta af störfum 1806 þótt biskup óskaði þess. </p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ I bindi, bls. 227. </p>

Staðir

Langholtskirkja í Meðallandi Prestur 1761-1784
Kaldaðarneskirkja Prestur 19.08.1784-1785
Hvalsneskirkja Prestur 24.12.1785-1785
Hrepphólakirkja Prestur 1785-1808

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.03.2014