Pétur Östlund (Pétur Davíð Georgsson Östlund) 03.12.1943-

Pétur fæddist í New York en fluttist 11 ára til Íslands. Hann lærið trommuleik á Keflavíkurflugvelli og var fljótlega orðinn þátttakandi í íslensku bítlabyltingunni, sem trommuleikari Hljóma frá Keflavík. Pétur varð einnig fljótt mjög virkur í íslensku jazzlífi og lék m.a. með erlendum gestum á borð við Art Farmer og Booker Erwin. 1969 fluttist hann til Svíþjóðar, þar sem hann hefur búið síðan. Í Svíþjóð hefur hann leikið með öllum sem nöfnum tjáir að nefna og hefur um áratugaskeið verið meðal leiðandi hljóðfæraleikara á sitt hljóðfæri. Því til staðfestingar er langur listi erlendra einleikara sem Pétur hefur verið valinn til að leika með, en af þeim má nefna Thad Jones, Lee Konitz, Georgie Fame, Benny Golson, Dexter Gordon, Johnny Griffin, John Scofield, Zoot Sims, John Surman og Clark Terry. Pétur var aðal trommusettskennari Tónlistarháskólans í Stokkhólmi á árunum 1973-1992. Pétur hefur þróað eigin kennsluaðferðir og gefið út bækur um trommuleik.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómar Trommuleikari 1965
Hljómsveit Gunnars Ormslev Trommuleikari
Óðmenn Trommuleikari 1967-03
Útlendingahersveitin Trommuleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Trommuleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.12.2018