Jakob Kristinsson 13.05.1882-11.07.1965

Jakob fæddist í Syðri-Dalsgerðum í Eyjafirði og voru foreldrar hans hjónin Kristinn Ketilsson bóndi á Hrísum í Eyjafirði, Ketilssonar bónda á Litla-Eyrarlandi, Sigurðssonar, og Salóme Hólmfríður Pálsdóttir bónda á Hánefsstöðum í Svarfaðardal Jónssonar.

Jakob las til stúdentsprófs utanskóla og lauk því vorið 1911, en hóf um haustið nám í guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi með 1. einkunn eftir þriggja vetra skólasetu, 15. júní 1914. Hann var kallaður til prestsstarfa í nokkrum byggðum Vestur-Íslendinga í Vesturheimi, Kanada, þegar að guðfræðiprófi loknu og vígður, 26. júní 1914 til Quill-Lake-, Vatna-, Sólheima- og Foam-Lakesafnaða í Saskatchewan í Kanada, þar sem löngum hafa verið fjölmennar byggðir manna af íslenzku bergi. Prestsþjónustu vestanhafs gegndi Jakob síðan til ársins 1919, er hann kom heim til Íslands ...

Aths. Jakob sinnti aldrei preststörfum á Íslandi en var m.a. forseti Guðspekifélagsins, skólastjóri á Eiðum og víðar. Því er hann ekki tengdur neinni kirkju hér á landi.

Staðir

Saskatchewan Prestur 1914-06-26-1919

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.08.2014