Jakob Kristinsson 13.05.1882-11.07.1965

<p>Jakob fæddist í Syðri-Dalsgerðum í Eyjafirði og voru foreldrar hans hjónin Kristinn Ketilsson bóndi á Hrísum í Eyjafirði, Ketilssonar bónda á Litla-Eyrarlandi, Sigurðssonar, og Salóme Hólmfríður Pálsdóttir bónda á Hánefsstöðum í Svarfaðardal Jónssonar.</p> <p>Jakob las til stúdentsprófs utanskóla og lauk því vorið 1911, en hóf um haustið nám í guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk kandídatsprófi með 1. einkunn eftir þriggja vetra skólasetu, 15. júní 1914. Hann var kallaður til prestsstarfa í nokkrum byggðum Vestur-Íslendinga í Vesturheimi, Kanada, þegar að guðfræðiprófi loknu og vígður, 26. júní 1914 til Quill-Lake-, Vatna-, Sólheima- og Foam-Lakesafnaða í Saskatchewan í Kanada, þar sem löngum hafa verið fjölmennar byggðir manna af íslenzku bergi. Prestsþjónustu vestanhafs gegndi Jakob síðan til ársins 1919, er hann kom heim til Íslands ...</p> <p>Aths. Jakob sinnti aldrei preststörfum á Íslandi en var m.a. forseti Guðspekifélagsins, skólastjóri á Eiðum og víðar. Því er hann ekki tengdur neinni kirkju hér á landi.</p>

Staðir

Saskatchewan Prestur 1914-06-26-1919

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.08.2014