Snorri Húnbogason -1170

<p>Prestur. Var íslenskur lögsögumaður og goðorðsmaður á 12. öld. Hann bjó á Skarði á Skarðsstönd og var af ætt Skarðverja. Snorri var sonur Húnboga Þorgilssonar á Skarði og Yngveldar Hauksdóttur konu hans. Hann var prestvígður. Lögsögumaður var hann í 14 ár, frá 1156 til dauðadags. Hann virðist hafa verið friðsemdarmaður eins og faðir hans og blandaðist ekki inn í hatrammar deilur nágranna sinna, Hvamm-Sturlu og Einars Þorgilssonar í Tungu.</p> <p>Wikipedia</p>

Staðir

Skarðskirkja Prestur 12.öld-12.öld

Lögsagnari og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.04.2015