Guðjón G. Óskarsson -

Guðjón G. Óskarsson hóf söngnám sitt hjá Sigurði Demetz í Nýja tónlistarskólanum. Síðan lá leiðin til Ítalíu þar sem hann stundaði framhaldsnám, hjá Pier Miranda Ferraro í Milano og óperuakademíunni í Osimo.

Á árunum 1990-1996 var Guðjón fastráðinn við Norsku óperuna í Ósló. Af hlutverkum hans þar má nefna Höfuðsmanninn í Don Giovanni, Sparafucile í Rigoletto, Raimondo í Lucia di Lammermoor og Fáfni, Hunding og Högna í Niflungahring Wagners.

Síðustu árin hefur Guðjón verið sjálfstætt starfandi og sungið ýmis hlutverk við helstu óperuhús Evrópu, m.a. í Covent Garden, München, Scala, Brüssel, Salzburg, Toulouse, Hamborg og Arena di Verona. Hann hefur að undanförnu m.a. sungið hlutverk Heinrich konungs í Lohengrin og Marke konungs í Tristan og Isolde, Fasolt í Rínargullinu og Daland í Hollendingnum fljúgandi. Guðjón hefur komið fram sem einsöngvari með sinfóníuhljómsveitum í Noregi og víðar í Evrópu, m.a. Fílharmóníuhljómsveit Ísraels og London Symphony Orchestra. Hér heima hefur Guðjón sungið á tónleikum með Söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit Íslands í 9. sinfóníu Beethovens og Requiem Verdis.

Hjá Íslensku óperunni hefur hann tekið þátt í sýningum á Toscu, Ævintýrum Hoffmanns, Rigoletto, Évgení Ónegín, La Bohème,Töfraflautunni og Macbeth.

Af vef Íslensku óperunnar (18. mars 2016)

Staðir

Nýi tónlistarskólinn Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016