Vilhjálmur Hinrik Ívarsson 12.08.1899-24.01.1994

... Hinrik fæddist í Eyvík í Grímsnesi. Foreldrar hans voru lausafólk, sem kallað var, sem hafði það í för með sér að Hinrik dvaldi á nokkrum bæjum í héraðinu en að mestu á Búrfelli í sömu sveit.

Árið 1907, þá átta ára, fluttist hann til Eyrarbakka, þar sem foreldrar hans hófu búskap. Þaðan lá leiðin til ýmissa staða, svo sem Herdísarvikur, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Á Reykjavíkurárunum nam hann trésmíði.

Árið 1927 giftist Hinrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Hólmfríði Oddsdóttur. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Sigurjón, búsettur í Reykjavík, Ellý, búsett í Reykjavík, Þóroddur, sem er nú eigandi að Merkinesi, Maron, búsettur í Ástralíu og Vilhjálm Hólmar, sem lést í umferðarslysi í Lúxemborg 28. mars 1978. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Atla Eyþórsson, sem nú býr í Höfnum.

Árið 1934 flytjast þau hjónin að Merkinesi í Hafnahreppi og áttu þar sitt heimili alla tíð síðan þar til að heilsa þeirra, háaldraðra, krafðist þeirrar þjónustu sem nú á tímum er fáanleg þeim sem nauðsynlega þurfa á henni að halda...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 8. febrúar 1994, bls. 42.


Tengt efni á öðrum vefjum

Húsasmiður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.05.2015