Árni Illugason 23.12.1754-11.08.1825

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1778. Fékk Grímsey 1787 en fór þaðan 1795 m.a. vegna veikinda konu sinnar. Fékk Hof á Skagaströnd 4. apríl 1796 og var þar til dauðadags, 1825. Mánuði áður en hann fékk Hof andaðist kona hans. Talinn þolinmóður í raunum sínum, glaðlyndur, hægur og hagorður. Drykkfelldur til muna. Helgidagaprédikanir eru til eftir hann svo og kvæði.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 51.

Staðir

Miðgarðakirkja Prestur 1787-1795
Hofskirkja Prestur 04.04.1796-1825

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019