Steiney Sigurðardóttir 19.01.1996-

<p>Steiney hóf sellónám fimm ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni við Suzuki-tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Frá áramótum 2013 hefur Steiney verið nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og mun útskrifast þaðan með burtfararpróf í vor.</p> <p>Steiney hefur sótt fjölda námskeiða og má þar helst nefna Tónlistarhátíð unga fólksins, Djúpið, Tónlistarakademíuna í Hörpu, námskeið Ungsveitar Sínfóníuhljómsveitar Íslands og Orkester Norden. Hún hefur einnig sótt Meadowmount School of Music og Astona International. Steiney hefur spilað í opnum tímum hjá Erling Blöndal Bengtson, Clive Greensmith, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Marko Ylönen. Steiney lék sellókonsert nr. 1 eftir Camille Saint-Saëns á hátíðartónleikum Tónlistarskólans í Reykjavík í Hörpu síðastliðið vor. Þá lauk hún einnig stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og stefnir á framhaldsnám erlendis.</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands - Ungir einleikarar 15. janúar&nbsp;2015</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2015
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2013-
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 2001-
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , sellóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2015