Bjarni Jónsson 21.10.1881-19.11.1965

<p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1902 og kandidat í guðfræði frá Hafnarháskóla 1907 Gerðist þá skólastjóri barna- og unglingaskólans á Isafirði til vorsins 1910, er hann var skipaður 2. prestur við dómkirkjuna í Reykjavík, var þar aðalprestur árin1924—51, er hann lét af starfi. Sr. Bjarni var prófastur í Kjalarnesþingi frá 29. júlí 1932—38, dómprófastur í Reykjavík 1945—51 og vígslubiskup í Skálholtsstifti frá 22. mars 1937 og settur biskup yfir íslandi um stutt skeið í árslok 1953 og ársbyrjun 1954. Var prófdómari í guðfræði við Háskóla Islands í hálfa öld og var kjörinn heiðursborgari Reykjavíkurárið 1961. Hann var einn af þekktustu og virtustu kennimönnum landsins í marga áratugi.</p> <p align="right">Heimild: Úr dagblöðum og minningargreinum</p>

Staðir

Dómkirkjan Prestur 12.03. 1910-1951

Dómprófastur , prestur , prófastur , skólastjóri og vígslubiskup

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.11.2017