Magnús Einarsson 17.öld-1707

Prestur fæddur um 1624. Fékk Ögurþing 1647, varð 1652 aðstoðarprestur föður síns að Stað í Steingrímsfirði 1679 og síðar með Einari Torfasyni og tók við staðnum að fullu í fardögum 1683 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Strandasýslu 1683 en lét af því starfi árið 1700. Hann var merkisprestur og vel metinn en varð sinnisveikur 1695 og lá í kör lengi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 414-15.

Staðir

Ögurkirkja Prestur 1647-1652
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Aukaprestur 1652-1679
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 1679-1707

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.04.2017